UM GUÐLAUG

um guðlaug þór

um guðlaug þór

Það magnaða við þá hugmyndafræði sem við Sjálfstæðismenn fylgjum er hversu framsýn en jafnframt tímalaus hún er og fyrir mér og mörgum öðrum er hún hreinlega eðlislæg. 


Ég er ekki fæddur inn í Sjálfstæðisflokkinn, eins sagt er, heldur kem ég af venjulegu fólki úr „litlum“ bæ á landsbyggðinni, en þegar menn tala um frelsi þá hitta þeir beint í minn hjartastað. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég aldrei verið neitt sérstaklega gefinn fyrir það að láta segja mér fyrir verkum.


Segja má að minn stjórnmálaferill hafi formlega hafist þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri en þó ég hafi alltaf vitað að ég væri Sjálfstæðismaður var maður ekkert sérstaklega að kenna sig einhverjum flokkum þar sem ég var bara ekki í þannig umhverfi. Ungir Sjálfstæðismenn fyrir norðan voru hins vegar fljótir að átta sig á að þarna væri á ferð hægri maður þegar maður gaf sig á tal við þá, ég var því fljótlega skráður á réttan stað og ekki var aftur snúið. Eftir það endurreisti ég Félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og tók svo við Félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri seinna meir.


Mín hugsjón snýst um að allir eigi að fá tækifæri, bakgrunnur fólks á að skipta engu máli og þannig þjóðfélagi viljum við búa í, sem er einmitt hjartað í sjálfstæðisstefnunni. Innmúraður maður í flokknum sagði eitt sinn við mig að ég ætti ekki að bjóða mig fram til forystu, Sjálfstæðisflokkurinn væri nokkrar fjölskyldur og að ég tilheyrði þeim ekki. Ég tók ekki mark á því og sem betur fer hefur fólkið í flokknum ekki gert það heldur. Ég hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir stöðu minni í flokknum og ekki fengið neitt gefins í því. Við erum fjöldaflokkur. Fjöldaflokkur er mun merkilegra fyrirbæri en margir átta sig á. Þeir sem stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn lögðu áherslu á stétt með stétt. Ekki bara það sem okkur finnst augljós sannindi, að það séu hagsmunir launþeganna að atvinnulífinu gangi vel, heldur snýst þetta líka um að vera með breiðan hóp innan flokksins.


Það er staðreynd að Ísland er land tækifæranna, en við þurfum að losa okkur við heimatilbúnar hindranir. Það gerum við ekki nema með frelsi til fjölbreytni. Við þurfum fjölbreytta heilbrigðisþjónustu, fjölbreytt menntakerfi og fjölbreytt atvinnulíf til að mannauðurinn sem býr í okkur Íslendingum geti að notið sín. Til að fjármagna það þurfum við öfluga verðmætasköpun. Hvert og eitt okkar á rétt á því að fá tækifæri til að gera það sem við erum best í til að skapa verðmætin sem munu blása nýjum vind í seglin á komandi tímum. Það er ekki hægt að skattleggja sig út úr þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og það er hreinlega ósjálfbært að fjölga bara opinberum störfum. 


Hlutverk hins opinbera á að vera að útbúa umgjörð fyrir fyrirtæki sem er hvetjandi, einkennist af gagnsæi og fyrirsjáanleika. Við þurfum að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör og sem greiðastan aðgang að alþjóðamörkuðum því eins og sagan hefur sýnt erum við þjóð sem eigum allt okkar undir farsælum utanríkisviðskiptum. 

Við erum í samkeppni um unga fólkið okkar. Við viljum að þau velji Ísland til að njóta sinna hæfileika. Frelsi er lykilorðið til að ná því markmiði. Frelsi til að nýta sköpunarkraftinn í öllum atvinnugreinum. Íslendingar eru lánsamir við erum að verða eldri. Þjóðfélagið verður að taka mið af því og hlúa að þeim sem komnir eru á efri ár, það er brýnt hagsmunamál allra. 


Ég hef sýnt það í störfum mínum að það er hægt að ná meiri árangri án þess að auka útgjöld og ég mun nýta alla mína reynslu og styrkleika til að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Saman munum við sjálfstæðismenn stefna áfram til sigurs

Það magnaða við þá hugmyndafræði sem við Sjálfstæðismenn fylgjum er hversu framsýn en jafnframt tímalaus hún er og fyrir mér og mörgum öðrum er hún hreinlega eðlislæg. 


Ég er ekki fæddur inn í Sjálfstæðisflokkinn, eins sagt er, heldur kem ég af venjulegu fólki úr „litlum“ bæ á landsbyggðinni, en þegar menn tala um frelsi þá hitta þeir beint í minn hjartastað. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég aldrei verið neitt sérstaklega gefinn fyrir það að láta segja mér fyrir verkum.


Segja má að minn stjórnmálaferill hafi formlega hafist þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri en þó ég hafi alltaf vitað að ég væri Sjálfstæðismaður var maður ekkert sérstaklega að kenna sig einhverjum flokkum þar sem ég var bara ekki í þannig umhverfi. Ungir Sjálfstæðismenn fyrir norðan voru hins vegar fljótir að átta sig á að þarna væri á ferð hægri maður þegar maður gaf sig á tal við þá, ég var því fljótlega skráður á réttan stað og ekki var aftur snúið. Eftir það endurreisti ég Félag ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi og tók svo við Félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri seinna meir.


Mín hugsjón snýst um að allir eigi að fá tækifæri, bakgrunnur fólks á að skipta engu máli og þannig þjóðfélagi viljum við búa í, sem er einmitt hjartað í sjálfstæðisstefnunni. Innmúraður maður í flokknum sagði eitt sinn við mig að ég ætti ekki að bjóða mig fram til forystu, Sjálfstæðisflokkurinn væri nokkrar fjölskyldur og að ég tilheyrði þeim ekki. Ég tók ekki mark á því og sem betur fer hefur fólkið í flokknum ekki gert það heldur. Ég hef svo sannarlega þurft að hafa fyrir stöðu minni í flokknum og ekki fengið neitt gefins í því. Við erum fjöldaflokkur. Fjöldaflokkur er mun merkilegra fyrirbæri en margir átta sig á. Þeir sem stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn lögðu áherslu á stétt með stétt. Ekki bara það sem okkur finnst augljós sannindi, að það séu hagsmunir launþeganna að atvinnulífinu gangi vel, heldur snýst þetta líka um að vera með breiðan hóp innan flokksins.


Það er staðreynd að Ísland er land tækifæranna, en við þurfum að losa okkur við heimatilbúnar hindranir. Það gerum við ekki nema með frelsi til fjölbreytni. Við þurfum fjölbreytta heilbrigðisþjónustu, fjölbreytt menntakerfi og fjölbreytt atvinnulíf til að mannauðurinn sem býr í okkur Íslendingum geti að notið sín. Til að fjármagna það þurfum við öfluga verðmætasköpun. Hvert og eitt okkar á rétt á því að fá tækifæri til að gera það sem við erum best í til að skapa verðmætin sem munu blása nýjum vind í seglin á komandi tímum. Það er ekki hægt að skattleggja sig út úr þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og það er hreinlega ósjálfbært að fjölga bara opinberum störfum. 


Hlutverk hins opinbera á að vera að útbúa umgjörð fyrir fyrirtæki sem er hvetjandi, einkennist af gagnsæi og fyrirsjáanleika. Við þurfum að tryggja íslenskum fyrirtækjum bestu mögulegu viðskiptakjör og sem greiðastan aðgang að alþjóðamörkuðum því eins og sagan hefur sýnt erum við þjóð sem eigum allt okkar undir farsælum utanríkisviðskiptum. 

Við erum í samkeppni um unga fólkið okkar. Við viljum að þau velji Ísland til að njóta sinna hæfileika. Frelsi er lykilorðið til að ná því markmiði. Frelsi til að nýta sköpunarkraftinn í öllum atvinnugreinum. Íslendingar eru lánsamir við erum að verða eldri. Þjóðfélagið verður að taka mið af því og hlúa að þeim sem komnir eru á efri ár, það er brýnt hagsmunamál allra. 


Ég hef sýnt það í störfum mínum að það er hægt að ná meiri árangri án þess að auka útgjöld og ég mun nýta alla mína reynslu og styrkleika til að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í dag. Saman munum við sjálfstæðismenn stefna áfram til sigurs

Share by: