Ábyrg ríkisfjármál eru forsenda stöðugleika

Stöndugustu þjóðir heims eiga það sameiginlegt að viðhafa aga, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum. Á kjörtímabilinu höfum við náð góðum árangri með því að innleiða slík vinnubrögð, en betur má ef duga skal

Hjálpum ungu fólki að spara fyrir húsnæði

Þó hið opinbera verji gífurlegum fjármunum í húsnæðismál á ungt fólk í miklum vanda. Við eigum að aðstoða það við að spara í stað þess að hvetja til skuldsetningar. Jafnframt þarf að lækka húsnæðiskostnað með því að einfalda regluverk.

Hlúum betur að eldri borgurum og öryrkjum 

Það búa ekki allir eldri borgara við góð lífeyriskjör. Við eigum að hafa það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu. Ef fólk kýs að vinna eftir sjötugt á fremur að hvetja til þess en að letja með skattlagningu og skerðingu.

Nýjustu fréttir

Frændur okkar Færeyingar eru í senn traustir vinir og góðir nágrannar. Hér á landi er nú stödd færeysk viðskiptasendinefnd sem leitar samstarfstækifæra með íslenskum fyrirtækjum. Við Poul Michelsen, kollegi minn í færeysku ríkisstjórninni, hittumst af því tilefni í dag og ræddum málin. ... Lesa meiraLesa minna

Frændur okkar Færeyingar eru í senn traustir vinir og góðir nágrannar. Hér á landi er nú stödd færeysk viðskiptasendinefnd sem leitar samstarfstækifæra með íslenskum fyrirtækjum. Við Poul Michelsen, kollegi minn í færeysku ríkisstjórninni, hittumst af því tilefni í dag og ræddum málin.

Sonja Magnúsdóttir, Guðrún Björnsdóttir og 23 aðrir Líka þetta

Skoða fyrri athugasemdir

Arnar LoftssonFlott mál...

4 days ago
Avatar

Vignir AlbertssonFrændur okkar Færeyingar eru bestu frændur okkar Gulli minn og mundu það

4 days ago
Avatar

Immý BusonyaOg?... #Niðurstaðan, plís plís, ég "grátbið" þig! ... Djók!!!! Samt væri ekki slæmt að vita hvernig það gékk að þínu mati hehehe 😉

3 days ago
Avatar

Víðir KristjánssonÁ ekki að skrifa undir varnarsamning eins og í Noregi? Við fáum ódýra olíu á varðskipin í Færeyjum og verjum þá fyrir yfirvofandi innrás Rússa!

3 days ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson deildi Theresa May on the London attack frá Financial Times.

Financial Times
... Lesa meiraLesa minna

Here's what Theresa May said about the UK parliament attack. Read more: on.ft.com/2neTFnh

Atli Sigurðarson, Helga Hólmsteindóttir og 23 aðrir Líka þetta

Skoða fyrri athugasemdir

Guðrún SkúladóttirÞangað til engin er eftir væntanlega, því miður kunna evrópubúar ekki að verjast og allra síst þeir sem ættu að gæta að

4 days ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson bætti við 5 nýjar myndir í myndasafnið: Opinber heimsókn til Noregs — í/á Oslo, Norway.

Heimsókn forseta Íslands til Noregs 21.-23. mars
... Lesa meiraLesa minna

Heimsókn forseta Íslands til Noregs 21.-23. mars

Guðlaugur Þór Þórðarson deildi viðburði frá Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði.

Verð í Firðinum fagra í kvöld og fer yfir það sem framundan er hjá okkur í Utanríkisráðuneytið
... Lesa meiraLesa minna

Kvöldfundur með Guðlaugi Þór

March 16, 2017, 8:00pm

Norðurbakki 1A, 220 Hafnarfjarðarkaupstaður, Ísland

Kvöldfundur með Guðlaugi Þór Þórðarsyni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, verður gestur okkar á kvöldfundi, fimmtudaginn 16 mars kl. 20. Hann mun ræða um helstu verkef...

Kvöldfundur með Guðlaugi Þór

Guðlaugur Þór Þórðarson

Málefnin

„Agi, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum er forsenda lífskjarasóknar almennings.“

Um Guðlaug Þór

„Ég er strákur úr Borgarnesi og fjölskyldufaðir í Grafarvoginum en hef verið svo lánsamur að vera treyst til þess að vera þingmaður Reykvíkinga frá árinu 2003.“

Guðlaugur Þór lauk stúdentsprófi frá MA og síðar BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri. Árin 1993-1997 var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en hefur síðan þá gegnt ófáum embættum fyrir flokkinn. Meðal annars hefur hann átt sæti í framkvæmdastjórn flokksins. 

Guðlaugur Þór gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009. Fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Á þessu kjörtímabili gegnir Guðlaugur Þór varaformennsku í fjárlaganefnd. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Guðlaugur Þór er búsettur í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru þau Þórður Ársæll Johnson og Sonja Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson og Rafn Franklín Johnson Hrafnsson. Með þeim býr hundurinn Vaskur sem kætir og gleður heimilisfólk.

Foreldrar Guðlaugs Þórs eru þau Þórður Sigurðsson, f.v. yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir, eigandi og rekstraraðili Bókhalds- og tölvuþjónustunnar.