Ábyrg ríkisfjármál eru forsenda stöðugleika

Stöndugustu þjóðir heims eiga það sameiginlegt að viðhafa aga, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum. Á kjörtímabilinu höfum við náð góðum árangri með því að innleiða slík vinnubrögð, en betur má ef duga skal

Hjálpum ungu fólki að spara fyrir húsnæði

Þó hið opinbera verji gífurlegum fjármunum í húsnæðismál á ungt fólk í miklum vanda. Við eigum að aðstoða það við að spara í stað þess að hvetja til skuldsetningar. Jafnframt þarf að lækka húsnæðiskostnað með því að einfalda regluverk.

Hlúum betur að eldri borgurum og öryrkjum 

Það búa ekki allir eldri borgara við góð lífeyriskjör. Við eigum að hafa það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu. Ef fólk kýs að vinna eftir sjötugt á fremur að hvetja til þess en að letja með skattlagningu og skerðingu.

Meira um málefnin

„Agi, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum er forsenda lífskjarasóknar almennings.“

Um Guðlaug Þór

„Ég er strákur úr Borgarnesi og fjölskyldufaðir í Grafarvoginum en hef verið svo lánsamur að vera treyst til þess að vera þingmaður Reykvíkinga frá árinu 2003.“

Guðlaugur Þór lauk stúdentsprófi frá MA og síðar BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri. Árin 1993-1997 var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en hefur síðan þá gegnt ófáum embættum fyrir flokkinn. Meðal annars hefur hann átt sæti í framkvæmdastjórn flokksins. 

Guðlaugur Þór gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009. Fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Á þessu kjörtímabili gegnir Guðlaugur Þór varaformennsku í fjárlaganefnd. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Guðlaugur Þór er búsettur í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru þau Þórður Ársæll Johnson og Sonja Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson og Rafn Franklín Johnson Hrafnsson. Með þeim býr hundurinn Vaskur sem kætir og gleður heimilisfólk.

Foreldrar Guðlaugs Þórs eru þau Þórður Sigurðsson, f.v. yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir, eigandi og rekstraraðili Bókhalds- og tölvuþjónustunnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson – 2. sæti

Gerast sjálfboðaliði

Nýjustu fréttir

Guðlaugur Þór Þórðarson updated their cover photo. ... Lesa meiraLesa minna

Guðlaugur Þór Þórðarson added 3 new photos.

Ég tók þátt í Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsö í dag þar sem ég lagði áherslu á aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi, sjálfbærni á svæðinu og málefni hafsins.
... Lesa meiraLesa minna

Ég tók þátt í Arctic Frontiers ráðstefnunni í Tromsö í dag þar sem ég lagði áherslu á aukið vægi norðurslóða á alþjóðavettvangi, sjálfbærni á svæðinu og málefni hafsins.

Jón B Stefánsson, Gestur Traustason og 23 aðrir Líka þetta

Skoða fyrri athugasemdir

Þóra JónsdóttirMátt kafa aðeins dýpra; þessi frasi er að verða 25 ára gamall!

4 hours ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Hugur okkar allra er hjá fjölskyldu og aðstandendum Birnu. ... Lesa meiraLesa minna

Guðlaugur Þór Þórðarson shared Utanríkisráðuneytið's post.

Í dag hélt Robert C. Barber af landi brott og lauk þar með tveggja ára dvöl sinni á Íslandi sem sendiherra Bandaríkjanna. Mig langar að þakka Barber kærlega fyrir ánægjulega viðkynningu og farsælt samstarf með hans eigin orðum; Sjáumst!
... Lesa meiraLesa minna

Í dag hélt Robert C. Barber af landi brott og lauk þar með tveggja ára dvöl sinni á Íslandi sem sendiherra Bandaríkjanna. Mig langar að þakka Barber kærlega fyrir ánægjulega viðkynningu og farsælt samstarf með hans eigin orðum; Sjáumst!

Fyrir áhugamenn um fjárlög/peningana ykkar.
Þá er hér tekin saman raun útgjaldaaukning á milli ára (leiðrétt fyrir launum).
Þetta fjárlagafrumvarp felur í sér eina mestu ef ekki mestu útgjaldaaukningu sögunnar.
Mesta aukning er í lífeyrismálin og heilbrigðismálin eins og verið hefur á þessu kjörtímabili.
... Lesa meiraLesa minna

Fyrir áhugamenn um fjárlög/peningana ykkar. 
Þá er hér tekin saman raun útgjaldaaukning á milli ára (leiðrétt fyrir launum).
Þetta fjárlagafrumvarp felur í sér eina mestu ef ekki mestu útgjaldaaukningu sögunnar. 
Mesta aukning er í lífeyrismálin og heilbrigðismálin eins og verið hefur á þessu kjörtímabili.

Halldóra Björk Jónsdóttir, Thorvaldur Thordarson og 23 aðrir Líka þetta

Skoða fyrri athugasemdir

Viggó Einar HilmarssonGott og vel. En hví eru þá sjúklingar á göngum og geymslum þjóðarsjúkrahúss vor?

1 month ago

1 svar

Avatar

Óttar GuðjónssonSláandi hopp i framlögum til husnæðisstuðnings.

1 month ago
Avatar

Thorvaldur ThordarsonGott framlag í umræðuna og takk fyrir það. En til hinna sem eru endalaust að kvarta, er ekki kominn tími á að hætta þessu væli og fara að taka til höndunum? Verk, ekki orð, koma hlutum á réttann kjöl.

1 month ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Það eru líka samgöngur í Reykjavík ... Lesa meiraLesa minna

Það eru líka samgöngur í Reykjavík

Örn Og Ásta Margrét, Skúli Sigfús Sigurðsson og 23 aðrir Líka þetta

Skoða fyrri athugasemdir

Arnar LoftssonSamfylkingin er flokkur sem á ekki tilverurétt og á að leggja niður. Kominn tími á hægri sveiflu í borginni...

1 month ago   ·  3
Avatar

Einar HermannssonNú tala menn bara um borgarlínu 🙂

1 month ago
Avatar

Steinunn M. SteinarsÞað er nú erfitt þegar þráhyggja er til staðar um að bílar eigi ekki rétt sér.

1 month ago   ·  2
Avatar

Hannes Adam GuðmundssonÁstæðan er einföld það virðist eiga að þvinga fólk í allmeningssamgöngur sem eru ömurlegar vægt til orða tekið.

1 month ago
Avatar

Kristjan TorfasonBurt með skemmdar

1 month ago
Avatar

Kristjan Torfasonverka mennina

1 month ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook