Ábyrg ríkisfjármál eru forsenda stöðugleika

Stöndugustu þjóðir heims eiga það sameiginlegt að viðhafa aga, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum. Á kjörtímabilinu höfum við náð góðum árangri með því að innleiða slík vinnubrögð, en betur má ef duga skal

Hjálpum ungu fólki að spara fyrir húsnæði

Þó hið opinbera verji gífurlegum fjármunum í húsnæðismál á ungt fólk í miklum vanda. Við eigum að aðstoða það við að spara í stað þess að hvetja til skuldsetningar. Jafnframt þarf að lækka húsnæðiskostnað með því að einfalda regluverk.

Hlúum betur að eldri borgurum og öryrkjum 

Það búa ekki allir eldri borgara við góð lífeyriskjör. Við eigum að hafa það að markmiði að bæta kjör þeirra verst settu. Ef fólk kýs að vinna eftir sjötugt á fremur að hvetja til þess en að letja með skattlagningu og skerðingu.

Nýjustu fréttir

Guðlaugur Þór Þórðarson bætti við 3 nýjar myndir.

Í dag lauk jafnréttisráðstefnunni #StockholmGenderForum þar sem ég ræddi m.a. um mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og þátttöku karlmanna í jafnréttisumræðunni.
... Lesa meiraLesa minna

Í dag lauk jafnréttisráðstefnunni #StockholmGenderForum þar sem ég ræddi m.a. um mikilvægt hlutverk kvenna í friðarumleitunum og þátttöku karlmanna í jafnréttisumræðunni.

Skoða fyrri athugasemdir

Flottur utanríkisráðherran okkar !

3 days ago
Avatar

Sómir sér vel við öll hugsanleg tækifæri.Alltaf tilbúinn að gleðja aðra.

3 days ago   ·  1
Avatar

Flottar konur í kringum hann

2 days ago
Avatar

Gudlaugur flottur ràdherra en hafdi hann eitthvad ad gera à thessari ràdstefnu. Einu sinni var hann sparnadarstjòri rìkisins.

1 day ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson er með Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands og 2 öðrum.

Framlag Íslands skiptir máli
Aðalverkefni Flóttamannastofnunar SÞ er að vernda fólk sem hefur neyðst til þess að flýja og að hjálpa þeim að skapa sér nýja framtíð. Með því að veita aðstoð í þessum hörmungum reynir Flóttamannastofnunin að gera líf fólks þolanlegt þegar allt annað er í óreiðu Framlög Íslands í ómerkta sjóði Flóttamannastofnunar SÞ gera stofnuninni kleift að sinna þeim sem eru í mestri neyð, sem heimurinn virðist jafnvel hafa gleymt.
... Lesa meiraLesa minna

Skoða fyrri athugasemdir

Það á ekki að flytja inn flótta og hælisleitendur til evrópu ( vesturlanda) það rústar smátt og smátt menningu og gildum landanna, fólk í evrópu þ.m. hér á landi á líka rétt, hjálpa þessu fólki heima hjá þeim sjálfum eða sem næst þeirra heimaslóðum þannig er líka hægt að hjálpa miklu fl.

4 days ago   ·  2
Avatar

Guðlaugur Þór er hrifinn af afleiðingum en ekki orsök. Hver skóp þessi vandræði? Vill utanríkisráðherra eyðileggja íslenzka menningu með innflutningi á flóttafólki og hælisleitendum til Íslands og vera þannig handbendi pólitískra stofnana SÞ - Handbendi Soros og "No Borders", líkt og þegar hann bauð móður og fjölskyldu striðsmannsins, Hauks, sem fór til Sýrlands til að drepa, í Utanríkisráðuneytið og fjölmiðlar viðstaddir?+

3 days ago   ·  2
Avatar

Gjörspillt batterí -

3 days ago
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson deildi innleggi frá Utanríkisráðuneytið. ... Lesa meiraLesa minna

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra er nú staddur á jafnréttisráðstefnu í Stokkhólmi þar sem hann hitti m.a. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women. Á morgun tekur...

Guðlaugur Þór Þórðarson var í beinni.

Í dag legg ég fram árlega skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis um allt það sem viðkemur utanríkismálum okkar Íslendinga. Skýrslan er með breyttum hætti í ár og hvet ég ykkur endilega til að kynna ykkur hana.

www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=45f59b71-3f1b-11e8-942b-005056bc530c
... Lesa meiraLesa minna

Skoða fyrri athugasemdir

Hlakka til að lesa skýrsluna og hef mikla (mjög mikla!) trú á að þessum málum sé hægt að fylgja vel eftir: Bara tækifæri í því!!! Komin í áskrift að horfa, flott miðlun 🙂

1 week ago   ·  2
Avatar

Hello

1 week ago   ·  2
Avatar

Gera athugasemd á Facebook

Guðlaugur Þór Þórðarson

Málefnin

„Agi, ráðdeild og langtímahugsun í ríkisfjármálunum er forsenda lífskjarasóknar almennings.“

Um Guðlaug Þór

„Ég er strákur úr Borgarnesi og fjölskyldufaðir í Grafarvoginum en hef verið svo lánsamur að vera treyst til þess að vera þingmaður Reykvíkinga frá árinu 2003.“

Guðlaugur Þór lauk stúdentsprófi frá MA og síðar BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá unga aldri. Árin 1993-1997 var hann formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna en hefur síðan þá gegnt ófáum embættum fyrir flokkinn. Meðal annars hefur hann átt sæti í framkvæmdastjórn flokksins. 

Guðlaugur Þór gegndi ráðherraembætti frá 2007-2009. Fyrst sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og síðar heilbrigðisráðherra. Á þessu kjörtímabili gegnir Guðlaugur Þór varaformennsku í fjárlaganefnd. Formennsku gegnir hann í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES.

Guðlaugur Þór er búsettur í Grafarvogi ásamt fjölskyldu sinni. Eiginkona Guðlaugs er Ágústa Johnson framkvæmdastjóri. Börn þeirra eru þau Þórður Ársæll Johnson og Sonja Dís Johnson en börn Ágústu úr fyrra hjónabandi eru þau Anna Ýr Johnson og Rafn Franklín Johnson Hrafnsson. Með þeim býr hundurinn Vaskur sem kætir og gleður heimilisfólk.

Foreldrar Guðlaugs Þórs eru þau Þórður Sigurðsson, f.v. yfirlögregluþjónn og Sonja Guðlaugsdóttir, eigandi og rekstraraðili Bókhalds- og tölvuþjónustunnar.