Lánareiknir

2 Comments

  1. Ásthildur Sveinsdóttir

    Ég er að greiða Arion banka tæplega 100 þús. á mánuði í afborgun af verðtryggðu láni upp á 16 millj. frá 2005. Breytir þessi dómsniðurstaða einhverju skv. mínum útreikningum? OG ég er að greiða Ergo um 28 þús á mánuði af einni milljón í 50/50 körfuláni sem tekið var 2005. Það eru eftir 350 þús. af því láni sem enn er körfulán þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar! Ég fór með kvittanir frá 2005 (sem enginn á víst lengur) og hljóða upp á 14 þús. kr. afborgun á mán.og eru kvittaðar af bankanum. Skv lögum frá 1800-og-eitthvað er lögbrot að koma seinna og segja að maður hafi átt að borga meira. Mitt lán fellur ekki undir neina af þessum 26 “afsökunum” sem bankarnir bera fyrir sig. Fyrir skömmu bauð bankafulltrúinn mér að koma með læknisvottorð en ég er með MS og Bipolar (slæm blanda)auk þess að vera orðin heldri borgari og með tekjur/bætur eftir því. Fulltrúinn ljósritaði tvö læknisvottorð, sagðist leggja þetta fyrir nefnd á Kirkjusandi sem væntanlega myndi fella eftirstöðvarnar niður. EN NEI, ekki nú aldeilis. Upphæðin þótti ekki nógu há til að fara fyrir hið háa á Kirkjusandi! Mér var ráðlagt að selja bílinn og kaupa druslu upp á 4-500 þúsund. Bíllinn minn er ekinn 27 þúsund km á 7 árum af því að ég er yfirmáta sparsöm og bensínið dýrt. Ég vona að þessi skrif mín hér verði lesin og ég fái ráðleggingar. Satt að segja er ég svo “fed up” að mér dettur stundum í hug að gera eitthvað “drastiskt”. Ég ól alein upp fjóra syni sem allir eru menntaðir og góðir þjóðfélagsþegnar. Það tók á en ég bjóst aldrei við að ríkið hirti smátt og smátt af mér fasteignina mína sem ég leit á sem ellitryggingu. Hef aldrei þolað að taka áhættu og taka lán. Gerði það fyrir mörgum árum og keypti reiðhjól handa tvíburunum mínum. Var ekki í rónni fyrr en það var greitt. Ég vona að þetta verði lesið og að þú/þið getið ráðið mér heilt. Með fyrirfram þökk,
    Ásthildur.

  2. Sigurður

    Sæll Guðlaugur og takk fyrir þetta.

    Hér vantar möguleikann á að setja hlutfall ISK en það voru þó nokkrir sem voru með ISK að einhvejum hluta. Ég var t.d. með 1/3 íslenskt.

Leave a Reply

Theme by Anders Norén