Viðskilnaður Samfylkingarinnar og VG í ríkisfjármálum var vægast sagt hörmulegur. Halli sem sagður var 3,7 milljarðar er um 30 milljarðar þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða af nýrri ríkisstjórn. Um 40% af fjárlagaliðum fara fram úr áætlun sem þýðir fullkomið agaleysi. Upphafleg áætlun við AGS er langt frá raunútkomu.
Það versta er að þessir flokkar hafa ekkert lært. Framganga þeirra í fjármálum Kópavogsbæjar er með ólíkindum. Toppurinn er örugglega að fara fram á að bæjarstjórinn upplýsi ekki um hvaða afleiðingar ábyrgðarleysi minnihlutans hefur á fjárhag bæjarins.

Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við er agi í opinberum fjármálum samstöðumál allra stjórnmálaafla.
Við eigum því miður langt í land en sem betur fer er meirihluti í Kópavogi og mörgum öðrum sveitarfélögum sem dettur ekki í popúlisma þó stutt sé í kosningar.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube