Fjármálaráðherra Jóhönnu og Steingríms sagði þetta í viðtali við Viðskiptablaðið 23. ágúst 2012;

,,Ég myndi vilja skoða það að lækka efra þrepið þegar fram í sækir. Mér líst betur á það að vera bara með eitt þrep, þannig að við getum lækkað það sem nú er íefra þrepi og endurskoðað það sem er á undanþágunni. Við þurfum að endurskoða þetta reglulega. Allir borga virðisaukaskatt en við stýrum síðan ráðstöfunartekjunum og jöfnuði ígegnum tekjuskattinn. Ég er ánægð með þessi þrjú tekjuskattsþrep. Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.”

Skýrara verður það ekki.

Fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar vildi eitt þrep í vsk og það var stefna stjórnarinnar að endurnýja ekki hinn svokallaða auðlegðarskatt.

Nú getur enginn haldið því fram að ekki hafi verið deilur í síðustu ríkisstjórn en enginn þáverandi stjórnarliði mótmælti þessum ummælum ráðherrans.
Af hverju hefur Samfylkingin og VG skipt um skoðun?

Pressan 14. september 2014

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube