Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í almennum lyfjum hefur hækkað mjög á þessu kjörtímabili. Hann var um 30% 2007 en er núna um 40%.

Þann 4. maí n.k. verða miklar breytingar á greiðsluþátttökukerfi lyfja. Markmiðin með breytingunum eru góð en undirbúningurinn ónógur og tímasetningin stórfurðuleg.

Í hverju liggja mistökin?

· Stærstu mistökin eru að taka ekki alla heilbrigðisþjónustuna undir eitt endurgreiðslukerfi. Það skiptir engu máli hvað kostnaðurinn heitir, hvort um er að ræða lyf eða aðra heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að sjúklingar séu varðir fyrir mjög háum kostnaði við heilbrigðisþjónustu og gildir þá einu hvort um einskiptiskostnað er að ræða eða uppsafnaðan kostnað. Með því að taka einn þátt út eins og hér er gert er ekki komið í veg fyrir að kostnaður sjúklinga verði hár.

· Kynningin á kerfinu er ekki nægjanleg. Hvar er ráðherra heilbrigðismála. Af hverju er hann ekki til svara?

· Greiðsluþátttökureglugerðin kemur mjög seint fram. Kom fyrir þrem vikum! Þeir aðilar sem eru í samskiptum við sjúklinga fá því mjög knappan tíma til að útskýra kerfið fyrir skjólstæðingum sínum.

· Samskiptatæknin er ekki enn tilbúin. Það þýðir að Sjúkratryggingar og Apótek landsins eru ekki tilbúin til að vinna eftir nýju kerfi og unnið er dag og nótt til að hægt sé að ræsa kerfið þann 4. maí.

· Ekki tekið tillit til lyfjakostnaðar einstaklinga fyrir gildistöku hins nýja greiðsluþátttökukerfis. Eftir breytingarnar geta sjúklingar þurft að að greiða mjög háar upphæðir við fyrstu úttekt lyfja sinna ið jafnvel svo nemi tugum þúsunda. Þetta er ávísun á að fólk hamstri lyf enda eru öll apótek landsins full af sjúklingum sem eru að sækja lyf sín fyrir breytingarnar.

· Kerfið kemur ekki í veg fyrir að lyfjakostnaður geti orðið mjög hár hjá sjúklingum nema í tilviki lyfja sem SÍ greiðir í, sjúklingar munu áfram greiða fyrir öll þau lyf sem ekki hafa greiðsluþátttöku án nokkurrar hjálpar frá ríkinu.

· Það er ekki sjálfgefið að fólk fái svo kallað þakskírteini þegar hámarksupphæðum í nýja kerfinu er náð. Sjúkratryggingar þurfa fyrst að samþykkja umsókn frá lækni um aukna greiðsluþátttökuSjúkratrygginga og eru í raun að yfirfara lyfjameðferðlæknisins Hvað gerist ef Sjúkratryggingar samþykkjar ekki þakskírteini? Veit það einhver?

Þetta er ekki smámál þetta er stórmál. Það er sjálfsögð krafa að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands svari fyrir þessar breytingar núna!

Birtist á Pressunni 26. apríl 2013

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube