Sá í fréttum Stöðvar 2 að Steingrími J. finnst það spilling að ríkið geri óuppsegjanlega, verðtryggða langtímaleigusamninga.

Ég beið spenntur eftir að fréttamaðurinn myndi spyrja hann af hverju ríkisstjórnin hans gerði (korteri fyrir kosningar)15 ára verðtryggðan óuppsegjanlegan samning við Reykjavíkurborg um leigu á Perlunni.
Samningurinn var gerður framhjá Ríkiskaupum en það er fagstofnunin sem gerir leigusamninga fyrir ríkið. Perlusamningurinn var án útboðs. Húsnæðið hentar ekki undir starfsemi Náttúruminjasafns.

En nei, það var ekki spurt um það.

Ég átti þá kannski von á að hann yrði spurður út í samning vegna húsnæðis á Barónsstíg en þar var ekki tekið lægsta tilboði og leigugreiðslurnar átu upp mögulegan sparnað af sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustofnunar, en sú spurning kom heldur ekki.
Hvers konar fréttamennska er þetta eiginlega?

21. apríl 2014 Pressan

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube