Flest ríki vilja styrkja sinn hefðbundna landbúnað. Hefðbundinn landbúnaður er mismunandi eftir löndum. Þannig er t.d. hrísgrjónarækt með mjög háa vernd í Japan en Evrópu er lagt upp úr vernd fyrir kjötframleiðslu, mjólkurframleiðslu, olífurækt osfrv. Ein af réttlætingunum fyrir landbúnaðarstyrkjum er að hefðbundin landbúnaðurinn tengist menningu viðkomandi þjóðar.

Við íslendingar höfum verið frjálslyndir þegar hefur komið að innflutningi á ýmsum landbúnaðarvörum. Það er að segja vörum sem ekki eru framleiddar hér á landi. Á því eru undantekningar, sérstaklega hvað varðar osta og kjöt.

Ég tel líklegt að flestir telji að verndarstefna okkar gagnvart landbúnaðinum felist í að við leggjum fyrst og fremst áherslu á að vernda hefðbundinn landbúnað. Það er að segja Sauðfjárframleiðslu og nautakjötsframleiðslu. Í báðum tilfellum er um að ræða íslenska stofna dýra, framleiðsla á vöru sem án nokkurs vafa er hágæða vara, ræktuð við skilyrði sem standast alla gæðastaðla.

En skoðum framkvæmdina. Verð sem viðkomandi framleiðandi fær í sinn hlut er kallað framleiðendaverð. Á heimasíðu OECD er hægt að bera saman framleiðendaverð í löndum samtakanna.

Á myndinni er samanburður þar sem borið er saman verð á íslandi við viðmiðunarverð OECD.

Nautakjötið er á pari, sauðfjárbændur fái helmingi lægra verð! En kjúklingaframleiðendur fá fjórfalt hærra verð en viðmiðunarverðið! Niðurstaðan er að íslenska landbúnaðarkerfið virðist fyrst og fremst hafa það að markmiði að vernda kjúklingaframleiðslu. Með fullri virðingu fyrir þeirri framleiðslugrein þá getur það ekki verið markmið íslenskra stjórnvalda.
Við eigum að vera í fararbroddi þegar kemur að viðskiptafrelsi. Við værum enn mjög fátæk þjóð ef við hefðum ekki aðgang að erlendum mörkuðum. Það skaðar íslenska neytendur og íslenskt atvinnulíf ef við erum með hömlur á innflutning. Hömlur geta verið réttlætanlegar í ákveðnum tilvikum en núverandi ástand er ekki ásættanlegt eða skynsamlegt. Við eigum að hafa að sem markmið að lækka vöruverð. Breyting á núverandi viðskiptakerfi er ein leið til þess. Hefjumst handa.

Pressan 1. apríl 2014

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube