Ég verð að viðurkenna að ég trúði því ekki þegar ég heyrði að Seðlabankinn hefði borgað málskostnað bankastjórans gegn Seðlabankanum. Það reyndist hinsvegar vera rétt!
Rök fyrrverandi stjórnarformanns Seðlabankans eru þau að það væri hagur Seðlabankans að fá niðurstöðu í launadeilu bankastjórans og bankans. Þetta eru væntanlega bestu fréttir sem þeir launþegar þessa lands sem eru ósáttir með sín kjör hafa fengið. Nú munu allar opinberar stofnanir greiða málskostnað launþega sinna gegn sjálfum sér með mikilli gleði og ánægju.

Væntanlega mun knattpyrnudeild Grindavíkur greiða málskostnað fyrrverandi þjálfara deildarinnar gegn sér ef einkaaðilar taka þessi vinnubrögð upp.

En nú þarf að fá svör við eftirfarandi spurningum:

1.Af hverju borgaði Seðlabankinn málskostnað í máli gegn Seðlabankanum?

2. Af hverju fékk bankaráðið ekki að vita af því?

3.Vissi ráðherra af því að Seðlabankinn borgaði málskostnað gegn Seðlabankanum?

4. Ef hann vissi það, af hverju upplýsti hann ekki um málið?

Treysti því að ábyrgir fjölmiðlar þessa lands upplýsi okkur um málið.

Pressan 7. mars 2017

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube