Í júní 2009 hófust aðlögunarviðræður Íslands við ESB. Íslensku Evrópusérfræðingarnir, það er að segja þeir sem fjölmiðlar tala við, sögðu okkur að Ísland fengi hraðferð í gegnum ferlið. Ferlið yrði klárað á einu ári.

Það var ekki gert þess í stað var viðræðunum hætt í janúar 2013 og komið hefur í ljós að ekki er byrjað á erfiðu köflunum sem þjóðinni var sagt að ætti að byrja á.

Af hverju?

Ráðherra á móti aðild

Skoðum svör Samfylkingarmanna.

Ekki er hægt að skilja bók Össurar öðruvísi en það hafi verið vandi að hafa ráðherra sem var andstæðingur aðildar

Þau rök eru ekki notuð núna. Þau henta ekki við þessar aðstæður.

ESB að endur skoða sjávarútvegsstefnu sína

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir að ástæðan hafi verið að ESB hafi verið að endurskoða sjávarútvegsstefnuna sína! Þess vegna var ESB ekki tilbúið!

Hann með öðrum orðum að segja forystumenn síðustu ríkisstjórnar hafi skrökvað að þjóðinni þegar þeir sögðu okkur að við værum á hraðferð inn í sambandið.

Ef þetta er ástæðan þá var þjóðin svo sannarlega ekki upplýst um það. Væntanlega eru þetta mikil svik!

Makríllinn

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar upplýsir líka að ekkert hafi gengið vegna þess að makríll hafi mætt í íslenska lögsögu. Skoðum það aðeins nánar:

1. Makríldeilan er ekki enn leyst, þrátt fyrir að afstaða norðmanna stöðvi viðræðurnar nú þá gæti það breyst á morgun.

2. ESB hótaði okkur viðskiptaþvingunum ef við færum ekki að vilja þeirra. Þeir þorðu ekki að ráðast gegn Rússum en réðust að Íslandi og Færeyjum.

3. Hver trúir því að hagsmunum okkar væri betur borgið ef að ESB færi með samningsvaldið fyrir okkur í Makríldeilunni? Það er staðan ef að við erum aðilar að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB.

Grunsamlegt

Það hlýtur að vekja athygli að þeir sem mest hafa talað fyrir að í boði hafi verið sérlausnir og undanþágur hafi ekki sýnt þjóðinni þær þegar þeir höfðu tækifæri til þess.

5. mars 2014 Pressan

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube