Viðskiptablaðið 20.12.2012: Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendi í dag fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um auðlegðarskatt og hve hátt hlutfall greiðenda greiddu í auðlegðarskatt miðað við tekjur sínar á síðasta ári. Fyrirspurnin er í fjórum liðum og vill Guðlaugur meðal annars fá að vita hve stór hluti greiðenda greiddi meira í auðlegðarskatt en þeir höfðu í tekjur.

Rúmir 8 milljarðar voru lagðir á í skatt af eignum 5.212 einstaklinga við síðustu áramót. Skatturinn er tvískiptur en almenni skatturinn var 5,6 milljarðar og hækkaði um 16,6% frá fyrra ári. Viðbótarauðlegðarskattur, sem lagður er á muninn á nafnverði og raunvirði hlutabréfaeignar í árslok 2010, var rúmir 2,4 milljarðar, eða 38,4% hærri en árið á undan.

Eins og kom fram í Viðskiptablaðinu eftir að álagningarskrár voru opinberaðar þá var það Skúli Mogensen og kona hans, Margrét Ásgeirsdóttir sem greiddu mest í auðlegðar- viðbótarauðlegðarskatt fyrir árið 2011. Hrein eign þeirr anam um 7,5 milljörðum króna samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra en þau greiddu nærri 150 milljónir króna í auðlegðar- og viðbótarauðlegðarskatt fyrir síðasta ár.

Fyrirspurn Guðlaugs Þórs til ráðherra má sjá í heild sinni hér að neðan:

1. Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 (miðað við eignir 31. desember 2011) greiddi hærri upphæð samtals í opinber gjöld (tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt, fasteignagjöld o.s.frv.) en nam heildartekjum þeirra á árinu 2011 (laun, lífeyrisgreiðslur, fjármagnstekjur)?
2. Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 greiddi meira en 75% en minna en 100% af tekjum sínum 2011 í opinber gjöld?
3. Hversu stór hluti þeirra sem greiddu auðlegðarskatt á árinu 2012 greiddi meira en 50% en minna en 75% af tekjum sínum 2011 í opinber gjöld?
4. Hve stór hluti af þeim 20% sem greiddu hæstan auðlegðarskatt 2010 hafði skattalegt heimilisfesti á Íslandi í lok árs 2012? Hve stór hluti þeirra hafði flutt lögheimili sitt til annarra landa í lok árs 2012?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube