Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands skrifar 23.11.2012:
Í tilefni prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík langar mig að deila eftirfarandi sögu með lesendum.

Eins og ýmsum er kunnugt hef ég mörg undanfarin ár beitt mér fyrir því að íslensk stjórnvöld tali í þágu lækninga á mænuskaða á alþjóðavísu. Í því sambandi hef ég þurft að hafa töluverð samskipti við heilbrigðisráðuneytið, nú velferðarráðuneytið. Þegar Guðlaugur Þór Þórðarson varð heilbrigðisráðherra þá leist mér ekkert á blikuna. Mér fannst vera kominn unglingur í ráðuneytið og taldi að nú væri verkefnið ónýtt. En ég var fljót að skipta um skoðun.

Guðlaugur Þór kom mér mjög á óvart. Hann var afar viðfelldin og hlýr persónuleiki. Hann var einstaklega framsýnn og velviljaður og gaf sér nægan tíma til að hlusta á mig lýsa hugsjón minni.

Hann beitti sér fyrir því að ráðuneytið varð einn stofnaðila Mænuskaðastofnunar Íslands. Hann notaði persónuleg sambönd sín til hjálpar við að koma stoðum undir Mænuskaðastofnun. Hann ræddi málið innan ríkisstjórnar, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og annars staðar sem hann kom því við. Ég sá verulega eftir Guðlaugi Þór þegar hann fór úr ráðuneytinu.

Með þessari litlu sögu þykir mér gott að fá tækifæri til að launa Guðlaugi Þór á þann eina hátt sem ég get allan velviljann og óska þessum dugnaðarforki góðs gengis í yfirstandandi prófkjörsbaráttu.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube