Eitt af deilumálum stjórnmálanna er hversu háir skattar eigi að vera. Það tengist umræðunni um hversu stórt hlutverk hins opinbera eigi að vera.

Án nokkurs vafa verða um alla framtíð verða deilur um þessa hluti.

Það markmið að hafa einfallt og auðskiljanlegt skattkerfi ætti hinsvegar ekki að vera deilumál.

Það getur ekki verið markmið að fólk geti ekki skilið skattkerfið nema með aðstoð sérfræðinga.

Það getur ekki verið markmið að stór hluti tíma einstaklinga og fyrirtækja fari í umsýslu í kringum skattamál.

Það getur ekki verið markmið að hið opinbera haldi úti stórum efirlitsstofnunum til að fylgja eftir flóknum reglum.

Þess vegna hef ég og  10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt fram skýrslubeiðni til fjármálaráðherra.

Þar er farið fram á að ráðherra láti gera skýrslu um áhrif þess að um eitt skattþrep verði að ræða í tekjuskatti fyrirtækja og einstaklinga, fjármagnstekjuskatti og virðisaukaskatti.

Vonandi verður skýrslan grunnur að málefnalegri umræðu um skattamál.

Beiðnin er hér.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube