Ég fór í til Strassbourgar þann 26.-29. september og heimsótti þing Evrópusambandsins. Það eru ekki allir sem vita að Evrópuþingið skiptir fundunum sínum á milli Brussel og Strassbourgar. Þannig fara um 3500 manns, þingmenn og aðstoðarfólk reglulega á milli borganna. Það þarf ekki útskýra hversu dýrt þetta fyrirkomulag er en svona er þetta og því verður ekki breytt.

Markmið mitt með ferðinni var tvenns konar annars vegar að fræðast um innistæðutilskipun ESB og vekja athygli á þeirri stöðu sem að tilskipunin mun koma íslenskri þjóð í og einnig til að kynna fyrir breskum þingmönnum niðurstöðu skýrslu fjármálaráðherra um kostnað vegna hryðjuverkalaganna.

Ræða Barosso forseta framkvæmdastjórnar ESB

Ég notaði tækifærið og tók viðtal við Daniel Hannan þingmann á Evrópuþinginu sem að hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á ESB. Daniel er mörgum á Íslandi að góðu kunnur þar sem að hann hefur tekið upp málstað Íslendinga í mörgum málum. Má þar nefna beytingu hryðjuverkalaganna og makríldeiluna svo eitthvað sé nefnt.

Viðtalið er tekið þann 28. september. Þann sama dag hafði Barosso forseti framkvæmdastjórnar ESB haldið ræðu í Evrópuþinginu þar sem að hann fór yfir þá alvarlegu stöðu sem að ESB er í . Hann fór yfir það að ESB væri í þeim mesta vanda sem að bandalagið hefði séð í sinni sögu.

Þetta vær ekki einungis fjárhagslegur og félagslegur vandi heldur einnig skortur á sjálfstrausti og lítil trú á framtíðinni. Honum var tíðrætt um vöntun á pólitískri leiðsögn.
Lausnina taldi hann liggja í að selja Evruskuldabréf fyrir 2 trilljónir (2.000.000.000.000 ) evra.

Einnig vildi hann setja á fjármagnsflutningaskatt en þeirri hugmynd hefur verið mjög illa tekið. En þær þjóðir sem að eiga að borga þann skatt eru ekki aðilar að Evrunni.
Þá vill Borosso færa aukin völd til stofnana ESB og dýpka samstarfið enn frekar.

Daniel Hannan

Hannan er ekki að skafa af hlutunum.  Hann telur að ESB hafi orðið að hagsmunabandalagi fyrir embættismenn og stjórnmálamenn. Í upphafi hafi hugsjónafólk komið að málum og talið sig vera að vinna að friði og ýmsum góðum málum. Það hefur breyst sem m.a. lýsir sér í því að í þessari stærstu kreppu ESB þá er verið að undirbúa að stækkun á skrifstofum fyrir þingmenn sem mun kosta gríðarlegar fjárhæðir, stofnun ,,Evrópsks safns“ osfrv.

Hann gagnrýnir lausnir Barosso sem að hann lýsir sem svo að hann vilji taka á skuldavandanum með því að auka skuldir og samrunavandanum með auknum samruna.

Hér er er viðtalið í heild  vonandi hafið þið gagn af.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube