Svar

innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um kostnað ríkissjóðs við fangaflutninga.

    1.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við fangaflutninga innan lands sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?

    Kostnaður við fangaflutninga innan lands er ekki aðgreindur sérstaklega. Leitast var við að taka saman helstu kostnaðarliði hjá Fangelsismálastofnun við flutning fanga á árinu 2010. Niðurstaðan var 52,6 millj. kr. Bakreiknað var til níu ára þar á undan. Breyturnar sem notast var við eru annars vegar fangafjöldi á ári og hins vegar vísitala neysluverðs. Niðurstaðan er eftirfarandi:

Ár

Kostnaður á ári, millj. kr.

2001

21,7

2002

21,9

2003

25,1

2004

26,9

2005

27,0

2006

29,2

2007

31,4

2008

39,1

2009

45,2

2010

52,6

Samtals 2001–2010

319,9

Tekið skal fram að einungis er um að ræða kostnað Fangelsismálastofnunar. Kostnaður við fangaflutninga lögreglu er ekki meðtalinn. Ekki var mögulegt að finna út kostnað lögreglu við flutninga fanga með einföldum hætti.

    2.      Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?

Ár

Brottvísun fanga

Flutningur fanga
til Íslands

Flutningur fanga frá Íslandi

Samtals kr.

2001

1.174.824

297.045

0

1.471.869

2002

1.119.155

0

0

1.119.155

2003

2.822.870

0

226.004

3.048.874

2004

6.252.803

0

0

6.252.803

2005

4.651.803

0

0

4.651.803

2006

4.568.965

0

0

4.568.965

2007

3.975.235

0

0

3.975.235

2008

11.721.906

583.884

1.502.000

13.807.790

2009

9.496.729

1.255.272

2.351.863

13.103.864

2010

10.696.595

0

0

10.696.595

Samtals

56.480.885

2.136.201

4.079.867

62.696.953

Til skýringar er rétt að geta þess að oft þarf að fylgja föngum sem hefur verið brottvísað og úrskurðaðir í endurkomubann þegar þeir losna úr fangelsi. Sumir þurfa ekki fylgd og því er keyptur undir þá farmiði og þeim fylgt út í flugvél til að tryggja að þeir fari úr landi.

    3.      Hvernig skiptist kostnaðurinn eftir tegundum flutninga, sundurliðað eftir flutningsleiðum?

Kostnaður við brottvísun fanga á árabilinu 2001–2010 nam 56.480.885 kr.

Kostnaður við flutning fanga til Íslands á árabilinu 2001–2010 nam 2.136.201 kr.

Kostnaður við flutning fanga frá Íslandi til áframhaldandi afplánunar í heimalandi á árabilinu 2001–2010 nam 4.079.867 kr.

Ekki eru tiltækar upplýsingar um kostnað eftir leiðum á Íslandi.

Kostnaður eftir leiðum við flutning fanga erlendis er eftirfarandi:

Áfangastaður

Kostnaður

Áfangastaður

Kostnaður

Áfangastaður

Kostnaður

Albanía

1.400.480

Holland

919.670

Rúmenía

4.695.440

Angóla

597.590

Indland

454.504

Rússland

443.830

Amsterdam

919.670

Ítalía

1.778.670

Singapúr

1.037.640

Austurríki

786.012

Ísland

2.499.112

Spánn

652.010

Ástralía

360.730

Kína

2.925.634

Srí Lanka

1.225.306

Belgía

1.214.062

Kósóvó

1.240.000

Svíþjóð

835.932

Brasilía

256.670

Lettland

1.705.419

Ungverjaland

943.464

Bretland

952.570

Litháen

13.260.308

USA

76.150

Danmörk

975.579

Marokkó

360.836

Úkraína

274.490

Eþíópía

514.228

Moldóva

530.262

Venesúela

434.430

Filippseyjar

624.116

Nígería

637.728

Víetnam

621.640

Frakkland

1.228.598

Noregur

895.554

Zambía

342.292

Georgía

1.300.581

Portúgal

731.696

Þýskaland

1.726.304

Ghana

983.895

Pólland

7.558.087

Grænhöfðaeyjar

1.476.708

Ríó

299.056

Athuga ber að löndin sem flutt er til þurfa ekki að endurspegla þjóðerni þeirra sem hafa setið í fangelsum landsins. T.d. hefur kostnaður vegna flutnings til Ítalíu verið hátt á aðra milljón króna en enginn Ítali hefur verið vistaður í fangelsum landsins.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube