Kostnaður vegna hryðjuverkalaganna er enn að hlaðast upp!

Ég fékk bréf í dag sem ég fékk leyfi til að birta:

Sæll Guðlaugur

Takk fyrir þessa umræðu um kostnað fyrirtækja (vegna hryðjuverkalaganna).

Hér er dæmi um hvað við stöndum í enn í dag.

Ég sendi fyrirspurn til Dansks fyrirtækis sem við höfum verslað við í tugi ára.

Það lokaði á viðskipti nema gegn staðgreiðslu eftir að Bretar settu lögin á okkur.

Fyrir helgi spurði ég hvort ekki væri möguleiki á að létta af þessu.

Hér er svarið:

 

I will try to ask our export assurance company if they will accept shipping before paying.

Kind regards

Mette

 

Síðan kom þetta áðan:

Dear Helgi

Unfortunately it is still not possible to assure shipments to Iceland, the danish banks does still not trust the Iceland banks, so I am very sorry, but we have to ask you to pay before shipment..

Kind regards

 

Þetta er dæmi um að við erum enn að borga fyrir hryðjuverkalögin.

Þetta fyrirtæki sem um ræðir er eins langt frá bankaviðskiptum og útrásarverkefnum og hugsast getur.

Það verður samt sem áður fyrir barðinu á aðgerðum Gordons Brown þrem árum eftir að hann beitti þeim gegn okkur.

Þetta er örugglega ekki eina dæmið.

Það er verk að vinna.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube