Fram er komin skýrsla fjármálaráðherra á áhrifum af beitingu Breta á lögum um varnir gegn hryðjuverkum, glæpum og um öryggi fyrir íslensk fyrirtæki samkvæmt minni beiðni og fleiri alþingismanna.

Niðurstaðan er að erfitt er að meta áhrifin en þó er áætlað að beinn kostnaður liggi á milli 2 til 9 milljarða króna. Líklegast gildi er í kringum 5.2 milljarða.

Óbeint tjón er að öllum líkindum mun hærra og vegur orðsporið þar mest og talið er að það hafi  haft langmest tjón í för með sér.

Í skýrslunni kemur fram að bresk þingnefnd hafi jafnvel talið að gengið hafi verið of langt þegar lögunum var beitt gegn okkur og hvetur fjármálaráðuneytið til að kanna hvort að mildari löggjöf væri meira viðeigandi.

Stöndum saman, gætum hagsmuna íslensku þjóðarinnar

Ég er ánægður að skýrslan er komin fram og nú vonast ég til að í þessu máli vinnum við saman. Látum af hefðbundinni íslenskri umræðuhefð og reynum að lágmarka það tjón sem augljóslega hefur orðið.

Það gerist með tvennum hætti annarsvegar með að kanna hvort að fyrirtæki og eða ríkið geti sótt rétt sinn fyrir dómstólum og einnig og ekki síður með því að vekja athygli á þessum staðreyndum á alþjóðavettvangi.

Staðreyndin er að Gordon Brown nýtti sér hryðjuverkalöggjöf sem  var samþykkt í kjölfar fjöldamorðanna þann 11. september 2001 til að auka vinsældir sínar heima fyrir. Hann notaði löggjöfina gegn vopnlausri vinaþjóð sem var að fara í gegnum einu erfiðustu tíma í sinni sögu.

Á þeim tíma var talað um að hann ætlaði að gera Ísland að sínum Falklandseyjum. Var þar verið að vísa til þess að Margaret Thatcher sigraði í þingkosningunum 1983 í kjölfar þess að hún sýndi herforingjastjórninni í Argentínu enga miskun í kjölfar þess að þeir hertóku eyjarnar þann 2.apríl 1982.

Það er mjög mikilvægt að vekja athygli á því fjárhagslega tjóni sem við urðum fyrir ekki bara okkar íslendinga vegna. Heldur ekki síður til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur!

Það er ólíðandi að stórveldi níðist með þessum hætti á vopnlausri smáþjóð. Það má aldrei gerast aftur.

Skýrslan er hér.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube