Á morgun verður haldinn fundur í Turninum Kópavogi þar sem farið verður yfir gjaldmiðlakosti Íslands. Við ræddum fundinn og ýmislegt fleira í morgunþætti Bylgjunnar.

Fundurinn hefst kl. 10 laugardaginn 24. september. Dagskráin er hér:

Sjálfstæðisfélag Kópavogs
Vörður – fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar

Boða til opins fundar um gjaldmiðlakosti Íslands laugardaginn 24 september nk. í Turninum Kópavogi (20 hæð) kl. 10.00

Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ:
Kostir og gallar einhliða upptöku gjaldmiðils:
USD, EUR, CAD, NOK?

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, fjallar um íslensku krónuna, kosti
hennar og galla sem gjaldmiðils og þá umgjörð sem
sjálfstæð mynt þarfnast til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar.

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Talnakönnunar, fjallar um evruna og kosti hennar
fyrir Ísland samhliða aðild landsins að ESB.

Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi flytur ávarp.

Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube