Ásmundur Einar Daðason hélt mjög athyglisverða ræðu í þinginu í fyrrakvöld þar sem að hann lýsti í stuttu máli hvernig þingmenn vinstri grænna voru fengnir til að styðja aðildarumsókn Íslands að ESB. Málið var kynnt þannig að það ætti að fá lýðræðislega umræðu í þinginu eins og það er kallað. En þegar á hólminn var komið settist Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra niður í þinginu, kallaði þingmenn VG til einkafundar við sig og hótaði stjórnarslitum ef viðkomandi þingmaður færi ekki að vilja hennar!

Ráðherra rassskelltur!

Ráðherrann Jón Bjarnason sem að ætlaði að greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu var gert ljóst að hann gæti misst stólinn sinn ef hann hlýddi ekki yfirboðara sínum.

Það er hægt að draga þær ályktanir af þessum upplýsingum að;

þetta sýnir svart á hvítu hvernig Jóhanna Sigurðardóttir starfar. Þetta kemur engum á óvart sem hefur unnið með henni, en nú hefur núverandi samstarfsmaður hennar lýst þessu með mjög áhrifaríkum hætti.

Vinstri grænir leggja höfuðáherslu á völd og láta undan hótunum.

Ræða Ásmundar er mjög stutt ég hvet ykkur til að skoða hana hér.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube