Staðreynd = Nær öll aðildarríki ESB, 27 talsins eru að reyna að spara fjármuni og það er ekki auðvelt. Það er ekkert auðveldara að spara í heilbrigðismálum á Bretlandi en Íslandi.

ESB vill meiri pening

En ætlar að ESB að spara?  Nei þeir fara fram á aukningu í útgjöldum!  Nánar tiltekið 5,9% aukningu sem að skattgreiðendur í aðildarríkjunum þurfa að reiða fram á meðan þörf er á að spara  í heilbrigðis-, félags- og menntakerfum þessara landa.

811 milljóna auka reikningur til íslenskra skattgreiðenda

Aðildargjöld Breta munu þá hækka  um 880 milljónir punda. Ef Ísland væri í ESB þá væri samsvarandi hækkun með einföldum útreikningi vera  811 milljónir króna á fjárlögum  fyrir Ísland!

Það er að segja þá er aðeins átt við hækkunin á milli ára, ekki allt framlagið.

75 læknar eða auka skattur frá ESB?

Hvað er hægt að gera við 811 milljónir?  Það er hægt að greiða árslaun fyrir 75 lækna eða 116 hjúkrunarfræðinga á Íslandi.  Til samanburðar þá má geta þess að framlög til heilbrigðisstofnunar Þingeyinga er  570 milljónir króna samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi.

Hvað ætlar ESB að gera fyrir 5.9% aukninguna?

ESB ætlar að auka við utanríkisþjónustuna sína, ESB lögregluna og eftirlit fyrir fjármálageirann. Á móti má hvert aðildarríki spara eða skattleggja enn frekar.

Er fjármunum íslenskra skattgreiðenda ekki betur varið í annað en aukningu á utanríkisþjónustu ESB?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube