Leikritið gerist í þingflokksherbergi Samfylkingarinnar. Það er þungt yfir þingmönnunum tveimur  sem þar eru. Þeim var falið af formanni sínum mjög erfitt verkefni.

Þingmaður eitt: Við verðum að ákæra einhvern, annað er ekki trúverðugt! Við fórum í þetta til að friða fólkið og það verður að fá eitthvað.

Þingmaður tvö: Við getum ekki ákært Ingibjörgu, þrátt fyrir að það hafi verið góð hugmynd, því að þá tekur hún Jóhönnu með sér. Og þá fellur ríkisstjórnin — og hvað verður þá um okkur?

Þingmaður eitt: Nei, ekki kosningar, takk fyrir! Nú, Björgvin er okkar maður og við verðum að sleppa honum. En hvað með Árna Matt, er hann ekki svo óvinsæll? Hann kom verst út úr skoðanakönnuninni.

Þingmaður tvö: Það gengur samt eiginlega ekki að sleppa bæði Björgvin og Ingibjörgu, og negla bara sjálfstæðismennina.

Þingmaður eitt hugsaði sig um í smá stund og sagði: Ég veit! Fórnum Geir, það er enginn að verja hann, nema Sjálfstæðismennirnir. Síðan notum við bara samlíkinguna um skipstjórann. Það steinliggur.

Gleðibros færðist yfir andlit þingmanns tvö: Já, þetta er málið, láttu VG vita og segið þeim að nota skipstjóra samlíkinguna í ræðunum sínum. Þetta er snilldarplan. Við getum sagt að við höfum gert eitthvað, við sefum hefndarþorsta VG og ríkisstjórnin lifir. Give me five!

Þingmaður eitt: Við verðum að gera þetta trúverðugt í atkvæðagreiðslunni án þess að fórna markmiðunum. Við verðum að láta líta út fyrir að við séum með mismunandi skoðanir á einstaka  ákæruliðum.

Og það gerðu þingmenn Samfylkingarinnar af mikilli kúnst; Þrír vildu ákæra Björgvin, fimm vildu ákæra Ingibjörgu, sjö vildu ákæra Árna, og níu ákærðu Geir.

Það munaði tveimur atkvæðum þegar kom að Geir.

Mennirnir sem greiddu þau atkvæði heita Helgi og Skúli.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube