Það er ómögulegt að átta sig á Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar.  Flestir skildu að það væri stefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að gangi í Evrópusambandið þegar þau fengu samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB. Það hlýtur að vera misskilningur!

Í gær tók Steingrímur J. Sigfússon af allan vafa um þetta mál :

Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo.

Það er gott hjá Steingrími að skera úr um þetta mál með jafn afgerandi hætti. Misskilningurinn var orðinn það yfirgripsmikill að jafnvel ráðherrar voru farnir að taka þátt í undirbúningi fyrir aðildarviðræður. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hafði t.d. af því miklar áhyggjur að hann þyrfti að aðlaga íslenska sjávarútvegsstefnu að reglum ESB.

Það er misskilningur hjá Jóni eins og Jóhanna forsætisráðherra, Steingrímur fjármálaráðherra og Össur utanríkisráðherra hafa öll bent á.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa þess vegna ekki að hafa fyrir því að undirbúa aðlögun laga- og regluumhverfis okkar að regluverki ESB. Því það er ekki stefna ríkisstjórnarinnar að ganga í ESB.

Og ef þau gera það þá er það algjör misskilningur.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube