Ég hlustaði á tvo reynda fjölmiðlamenn í spjalli á Bylgjunni í morgun. Þeir voru að tala um Icesave og voru sammála um að við Íslendingar þyrftum ekki að borga þann reikning! Þetta snerist um það hvort við tækjum á þessum vanda þ.e.a.s  samskiptunum við þær þjóðir sem að við eigum í deilum við á næsta ári eða seinna. Þeir sögðu líka að við fengjum örugglega betri kjör  á Icesave skuldbindingunum ef við gengjum inn í ESB; það hlyti bara að vera eitthvað slíkt sem að héngi á spýtunni.

Ég held að þetta endurspegli ágætlega skoðanir þeirra sem vilja að við samþykkjum Icesave samkomulagið. Það eru allir sammála um að við getum ekki staðið undir þessum skuldbindingum en menn telja að þetta hljóti að reddast einhvern veginn. Það geti bara ekki annað verið.

Bjartsýni er góð en óraunsæi er allt annað. Ef við staðfestum frumvarp ríkisstjórnarinnar þá verðum við að borga, svo einfalt er það. Okkur ber engin skylda til að hlíta þessum afarkostum og okkur ber skylda gagnvart börnum okkar og barnabörnum að ná sanngjarnari niðurstöðu!

Ég spyr hvar eru þeir nú sem sífellt tala um komandi kynslóðir?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube