Í vikunni ræddum ég og varaformaður Samfylkingarinn í Bítinu um aðild að ESB.
Við tókumst m.a. á um hvað hefði falist í mögulegri aðild Noregs að ESB frá árinu 1994.
Sérstaklega er farið yfir þau helstu niðurstöður samnings Noregs og ESB frá árinu 1994 á bls. 145 í viðauka III í skýrslu Hagfræðistofnunar.
,,Helstu niðurstöður aðildarviðræðnanna voru eftirfarandi:
– Norðmenn skyldu áfram fara tímabundið með stjórn veiða á hafsvæðum norðan 62.
gráðu norðlægrar breiddar. Í því fólst m.a. að þeim væri heimilt að ákveða
hámarksafla á umræddum hafsvæðum. Sama gilti um fyrirsvar í samningum við
Rússa innan sameiginlegu norsk-rússnesku fiskveiðinefndarinnar.
– Sambandsreglur um aðgang að hafsvæðum skyldu gilda að loknu
aðlögunartímabili.
– Engar eignarréttarlegar kröfur Norðmanna um auðlindir innan 200 sjómílna voru
viðurkenndar.
– Um kvótaúthlutun skyldi meginregla sambandsréttar um hlutfallslega stöðugar
veiðar gilda áfram. Sambandinu hefði, þrátt fyrir samninginn, verið frjálst að
breyta þeirri reglu í framtíðinni og kveða á um aðra skipan mála.
– Norsk hafsvæði innan 12 sjómílna áttu að falla undir ákvörðunarvald sambandsins.
– Sambandsreglan um kvótahopp gilti án takmarkana.
– Norðmenn náðu engum sérsamningum um veiðar á hvölum og verslun með afurðir
þeirra.
– Norðmenn hefðu, eftir tímabundna aðlögun, fengið fullan aðgang að markaði
sambandsins.
– Norsku sölusamtökin hefðu fengið að halda sér en með breyttu hlutverki.
– Samningsvald Noregs gagnvart ríkjum utan sambandsins og forsvar út á við í
fiskimálum hefði færst til sambandsins.”
Með öðrum orðum engar varanlegar undanþágur!
Pistilinn birtist á Pressunni 26. feb. 2014













