Nokkur umræða hefur farið fram um bloggfærslu Björns Vals Gíslasonar í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög með skipun sýslumannsins á Húsavík.

Það virðist sem að fjölmiðlar hafi ekki áttað sig á stóru fréttinni í málinu en þingmaðurinn segir orðrétt: ,,Ef dómstólar kveða upp þann dóm að ráðherra hafi gert rétt með skipan í embættið er málið þar með dautt. Ef dómur verður á annan veg verður ráðherra að mínu mati að víkja úr embætti. Það sama á við ef ráðherra leitar hvorki sátta né til dómstóla. Þetta á að mínu mati almennt við um mál af þessu tagi, óháð því hver ráðherrann er.
Öðru vísi verður áratugalangur vítahringur rangra og ólöglegra ákvarðana aldrei rofinn.“

Skýrara verður það ekki!

Tveir ráðherrar í þessari stjórn hafa verið dæmdir af dómstólum  fyrir að fara ekki að lögum. Svandís Svavarsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir.

Skilaboð þingmannsins eru skýr. Hann fer fram á afsögn Svandísar og Jóhönnu en gefur Ögmundi gálgafrest.

Það verður fróðlegt að heyra viðbrögð ráðherrranna.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube