Steingrímur J. Sigfússon kom fyrir viðskiptanefnd til að ræða málefni Sjóvár, Spkef og Byrs. Það var til fyrirmyndar að hann skyldi mæta og var beðið eftir svörum hans með nokkurri eftirvæntingu. Það olli því nokkrum vonbrigðum að hann svaraði ekki spurningum sem lutu að Spkef og Byr. Hann svaraði því heldur ekki hvenær svör munu berast en eins og þekkt er hefur liðið oft nokkuð langur tíma frá spurningum til svara hjá þessari ríkisstjórn.

Nefndin hefur sent honum þessar spurningar sem ég lagði fram og vonandi berast svör sem allra fyrst af augljósum ástæðum.

Spurningar til Steingríms

 

Í skýrslu Bankasýslunnar fyrir árið 2010 segir:

 

Byr og Spkef

2.2. Byr og Sparisjóðurinn í Keflavík

Byr sparisjóður og Sparisjóðurinn í Keflavík voru eftir fall SPRON stærstu sparisjóðir landsins. Í apríl

sl. varð ljóst að ekki næðust samningar við erlenda kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu

sjóðanna og óskuðu stjórnir sparisjóðanna eftir því við Fjármálaeftirlitið þann 23. apríl sl. að það tæki

yfir starfsemi þeirra. Félögunum voru þá skipaðar bráðabirgðastjórnir. Sett voru á stofn tvö ný fjármálafyrirtæki,

SpKef sparisjóður og Byr hf. Fjármálaeftirlitið flutti innlán og eignir sparisjóðanna til nýju fjármálafyrirtækjanna.

Ríkissjóður hefur lagt nýju fjármálafyrirtækjunum til lágmarksstofnfjárframlag. Unnið er að gerð

stofnefnahagsreiknings. Skipuð hefur verið nefnd tveggja ráðuneyta sem með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins

Hawkpoint vinnur nú að frekari úrlausn mála. Ekki liggur fyrir hvort ríkissjóður mun fjármagna

fyrirtækin eða hvort aðrar leiðir verða farnar. Ef til þess kemur að ríkissjóður eignast annan eða báða

sparisjóðina að fullu eða hluta mun Bankasýslu ríkisins verða falið að fara með eignarhaldið.

1.       Hverjir voru í nefndinni?

2.       Hverjar voru niðurstöður þessarar nefndar? Getur nefndin  fengið niðurstöður/skýrslu frá Hawkpoint eða nefndinni?

3.       Hvar eru stofnefnahagsreikningarnir sem getið er um í skýrslunni (apríl 2010)?

4.       Hvar er ársreikningur Byrs og Spkef fyrir árin 2009-2010? Er mögulegt að fá ársreikningana?

5.       Hefur yfirmaður ársreikningaskrár (Steingrímur J.) ekki athugasemdir við að ársreikningum sé ekki skilað?

6.       Hefur ríkið gengist í ábyrgðir í tengslum við sölu Byrs og Spkef?

7.       Er söluverð Byrs endanlegt?

8.       Eiga fleiri eftir að samþykkja söluna en FME og samkeppniseftirlitið?

9.       Hvaða gögn lágu til grundvallar að það væri skynsamlegt að stofna  Spkef Sparisjóð?

10.   Samkvæmt gögnum sem lágu til grundvallar sameiningu SpKef og Landsbankans var eigið fé neikvætt um 11,2 milljarða. Á hvað gögnum var það mat byggt?

11.   Hver ber ábyrgð á þessu gríðarlega vanmati?

12.   Ef þetta vanmat er rétt hver ber kostnaðinn af því?

13.   Hvernig gátu fjármálastofnanir sem voru stofnaðar í apríl 2010 verið komnar á hausinn 10 mánuðum seinna?

14.   Eins og fram kom í yfirlýsingu frá fjármálaráðuneytinu 14. október 2010 þá var: ,,eign Byrs sparisjóðs en í vörslu og umsjón fjármálaráðuneytisins, í samstarfi við slitastjórn Byrs sparisjóðs, þar til slitastjórnin kallar eftir honum, en það er miðað við að það gerist innan tveggja ára.“ Fram hefur komið frá FME á fundi viðskiptanefndar að kröfuhafar/slitastjórn gætu ekki orðið eigendur að bankanum. Spurt er af hverju var þetta samkomulag gert þegar það var ljóst að kröfuhöfunum/slitastjórninni var ekki heimilt að eiga bankann?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube