Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd fara fram á að heilbrigðisnefnd komi sem fyrst saman til að funda um:
1. Málefni LSH sérstaklega í ljósi ummæla ráðherra um að færa þjónustuna aftur til ársins 2004.
2. Málaflokka á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fram hefur komið að ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um það hvernig ná á fram milljarða sparnaði í þeim málaflokkum eins og boðað var í fjárlögum.
3. Undirbúningur flutnings verkefna frá Velferðarráðuneyti til Sjúkratrygginga Íslands sem á að koma til framkvæmda um áramót.
Farið er fram á að Velferðarráðherra, forstjóri LSH og forstjóri Sjúkratrygginga Íslands mæti fyrir nefndina.













