Ég hef fengið svar frá Ögmundi Jónassyni og Alþingi við fyrirspurn minni um kostnað vegna Landsdómsmálsins. Hér koma bæði svörin samsett.

Svar

innanríkisráðherra við fyrirspurn

Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

um kostnað við Landsdóm o.fl.

    1.      Hver er áætlaður kostnaður við Landsdóm á þessu ári?

Í fjárlögum ársins 2011 er veitt 113,4 millj. kr. fjárheimild vegna þingsályktunar Alþingis um að kalla saman landsdóm. Þar kemur einnig fram að þar sem óvíst sé hversu langan tíma meðferð málsins taki séu útgjöldin háð óvissu.

    2.      Hver er áætlaður kostnaður við saksókn í tengslum við Landsdóm nú í ár og á síðasta ári?

Fjárveiting til saksóknara Alþingis í fjárlögum var 11,1 m.kr. árið 2010 og 24,4 m.kr. 2011 eða samtals 35,5 m.kr.

Í áætlun saksóknara Alþingis var miðað við störf til loka júlí 2011. Heildarútgjöld munu verða innan áætlunar miðað við þann tímaramma. Hvort og hvað bætist við í tíma og kostnaði er ekki hægt að svara af hálfu skrifstofunnar.

    3.      Er möguleiki á að einhver kostnaður leggist til á næsta ári?

Ef meðferð málsins verður ekki lokið á þessu ári gæti einhver kostnaður lagst til á næsta ári.

    4.      Býr ráðuneytið sig undir fleiri landsdómsmál á næstunni, t.d. út af framgöngu ráðherra í aðdraganda Icesave-málsins?

Eins og fram kemur í lögum um landsdóm, nr. 3/1963, fer landsdómur með og dæmir þau mál er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum. Það er þannig Alþingis en ekki innanríkisráðuneytisins að undirbúa eða taka ákvarðanir um slíkar málsóknir.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube