Á morgun mun verður dreift fyrirspurn minni til innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar um kostnað við Landsdóm.

Það verður örugglega fróðlegt að heyra hvaða upphæðir ríkisstjórnin ætlar í þetta mál sem öllum er ljóst að er fyrst og fremst af pólitískum toga.

Fyrirspurnin er í fjórum liðum:

1.      Hver er áætlaður kostnaður við Landsdóm á þessu ári?
2.      Hver er áætlaður kostnaður við saksókn í tengslum við Landsdóm á árinu og í því síðasta?
3.      Er möguleiki á að einhver kostnaður leggist til á næsta ári?
4.      Býr ráðuneytið sig undir fleiri landsdómsmál á næstunni, t.d. út af framgöngu ráðherra í aðdraganda Icesave-málsins?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube