Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara fram á fund í viðskiptanefnd vegna útreikninga fjármálastofnana á gengislánum.

Farið er fram á að fulltrúar FME, bankanna, sparisjóðanna og umboðsmanns skuldara mæti á fund nefndarinnar og fari yfir framkvæmd endurútreikninga lána.

Ástæðan fyrir beiðninni er fjölmargar ábendingar frá almenningi vegna þessa endurútreikningsins. Það er ljóst að endurútreikningur er ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar voru í kjölfar dóma Hæstaréttar.

Reynslan kennir okkur að bankar og fjármálastofnanir eru ekki óskeikular og afskaplega mikilvægt að fara vel yfir þetta stóra mál.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson

Sigurður Kári Kristjánsson

Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Þór í síma 8630815

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube