Fjármálaráðherra svaraði loksins fyrirspurn minni um fjárhagslega áhættu ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands vegna fyrirtækja á fjármálamarkaði. Fyrirspurnin var lögð fram 27. janúar á þessu ári.

Helstu niðurstöður eru þær að

  • 194 milljarðar hafa farið eða munu fara í framlög til banka og sjóða
  • 54 milljarðir eru í víkjandi lán til fjármálastofnana.

Þetta eru gríðarháar upphæðir. Það er afskaplega mikilvægt að þingið skoði þessi mál vel.

Svarið kemur hér:

 

139. löggjafarþing 2010–2011.

Þskj. 1107 — 465. mál.

Svar

fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um fjárhagslega áhættu ríkissjóðs

og Seðlabanka Íslands vegna fyrirtækja á fjármálamarkaði.

Eftirfarandi svör taka mið af áhættu ríkissjóðs vegna fyrirtækja á fjármálamarkaði.

1. Hversu miklum fjármunum hefur ríkissjóður varið sem hlutafjárframlagi og stofnfé til

íslenskra fjármálafyrirtækja, viðskiptabanka, sparisjóða og tryggingafélaga, frá október

2009 til loka árs 2010? Hvernig skiptist hlutafjárframlagið milli einstakra fyrirtækja?

NBI hf. 122.000.000.000

Arion banki hf. 9.862.060.000

Íslandsbanki hf. 6.332.329.432

Bankar 138.194.389.432

Byr 900.000.000

Sparisjóður Keflavíkur 900.000.000

Sparisjóður Vestmannaeyja 555.000.000

Sparisjóður Bolungarvíkur 542.744.000

Sparisjóður Svarfdæla 381.961.000

Sparisjóður Norðfjarðar 150.000.000

Sparisjóður Þórshafnar 105.000.000

Sparisjóðir 3.534.705.000

Byggðastofnun 3.600.000.000

Íbúðalánasjóður, allt að 33.000.000.000

Þá var á árinu 2009 tekin ákvörðun um að breyta hluta af þeim kröfum sem ríkissjóður

yfirtók af Seðlabanka Íslands í lok árs 2008 í hlutafjárframlag hjá SAT eignarhaldsfélagi hf.

að fjárhæð 11,6 milljarða kr. Þær kröfur sem ríkissjóður yfirtók af Seðlabanka Íslands voru

í lok árs 2009 færðar aftur til Eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands og eru nú í umsýslu þess.

2

2.

Hver er fjárhæð lána sem ríkissjóður hefur veitt fjármálafyrirtækjum frá október 2009

Arion banki hf. 29.408.320.000

Íslandsbanki hf. 24.706.672.208

Víkjandi lán til banka 54.114.992.208

3. Hefur ríkissjóður veitt ábyrgð á skuldbindingum fjármálastofnana (öðrum en innlánum)

frá október 2009? Ef svo er, hvaða ábyrgðir hafa verið veittar og hver er fjárhæð

þeirra?

Ríkissjóður hefur ekki veitt ábyrgð á skuldbindingum fjármálastofnana öðrum en innlánum

frá október 2009.

4. Hefur ráðherra í hyggju að leggja fram hlutafé eða stofnfé í fjármálafyrirtæki á yfirstandandi

ári? Hver er áætluð heildarfjárhæð og um hvaða fyrirtæki er að ræða?

Undirritaður hefur verið samningur á milli fjármálaráðherra og Landsbanka Íslands um

yfirtöku og samruna Landsbankans við Spkef sparisjóð. Samningurinn tryggir að útgjöld

ríkissjóðs vegna Spkef takmarkist við það sem á vantar að heildareignir sparisjóðsins svari

til innstæðna, um 11,2 milljarða kr. Ríkissjóður mun þannig ekki leggja sjóðnum til nýtt eigið

fé sem áætlað var um 8,2 milljarðar kr.

Í samkomulagi sem ríkissjóður hefur gert við kröfuhafa Byrs er gert ráð fyrir að ríkissjóður

veiti allt að 5 milljarða kr. í víkjandi lán. Þá vinnur nefnd að endurskipulagningu á

hlutverki Byggðastofnunar sem lánastofnunar.

5. Hefur ráðherra gert áætlun um hvernig hægt sé að losa þá fjármuni sem bundnir eru í

fjármálafyrirtækjum? Ef svo er, í hverju eru þær áætlanir fólgnar?

Í lögum nr. 88/2009, um Bankasýslu ríkisins, segir í j-lið 4. gr. að verkefni Bankasýslunnar

sé að undirbúa og vinna tillögur um sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Bankasýslan hefur unnið að mótun tillagna að útfærslu á innlausnarrétti sparisjóðanna sem

gerir ráð fyrir að allt að 60% af því stofnfé sem ríkið fær í sínar hendur geti sparisjóðirnir

innleyst aftur á innlausnartímabili sem hefst eftir tvö ár og mun standa í tvö ár. Eftirstöðvum

af stofnfé ríkisins verði haldið eftir og það selt með fyrirkomulagi sem tryggi markmið

stjórnvalda um dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum, í tilviki sparisjóðanna að þeir

eignuðust á ný traust bakland stofnfjáreigenda.

Hvað varðar meðferð og eftir atvikum sölu á eignarhlutum ríkisins í viðskiptabönkunum

þremur þá hafa ekki verið mótaðar tillögur um slíkt enn sem komið er. Vinna að slíkri stefnumótun

er hins vegar fram undan.


 

til loka árs 2010? Óskað er eftir því að sérstaklega verði tilgreint hvort um víkjandi lán

sé að ræða eða ekki og hvernig ábyrgðir skiptast eftir fjármálafyrirtækjum.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube