Í dag fer fram umræða utan dagskrár um söluna á Vestia fyrirtækjunum. Ég er málshefjandi en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verður til svara. Ég mun spyrja hann eftirfarandi spurninga:

1.Þú sagðir á Alþingi þann 8. nóvember:,, Í því sambandi er rétt að það komi fram að bankasýslan mun í ljósi eignarhalds Landsbankans nú á Framtakssjóðnum beina þeim tilmælum til sjóðsins að hann viðhafi verklagsreglurnar eins og bankinn ætti í hlut þegar að því kemur að þessi fyrirtæki verða skráð eða einhver einstök þeirra seld. Þá kemur að þeirri sölu þar sem slíkar verklagsreglur eiga að sjálfsögðu að vera í heiðri hafðar.“

Af hverju stóðst þú ekki við þessi orð?

2.Munt þú beita þér fyrir því að verklagsreglum verði fylgt eftir við sölu á fyrirtækjum kennd við Vestia í Framtakssjóði?

3. Munt þú upplýsa um söluverð á þeim fyrirtækjum sem voru seld yfir til Framtakssjóðs frá Landsbankanum?

Umræðan er kl. 17. 00 Það verður spennandi að sjá hvort Steingrímur muni svara þessum spurningum?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube