1. Upplýsa ekki um söluverð á eftirfarandi félögum

Mikil umræða hefur verið um  einkavæðingu fyrri ára. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkana hafa þar haft sig mjög í frammi og farið fram á rannsókn. Steingrímur J. hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum og er iðulega fremstur á meðal jafningja í þeirri umræðu.

Steigrímur hefur sjálfur verið dulegur við að einkavæða. Í ágúst s.l. var á ábyrgð Steingríms J. nokkur stórfyrirtæki einkavædd. Þau voru seld frá ríkisbankanum yfir til Framtakssjóðinn. Það söluferli var ekki opið eða gegnsætt og að voru allra verklagsreglur brotnar við þá sölu.

Þetta eru fyrirtækin:

 • • Icelandic Group
  • Vodafone
  • Teymi
 • EJS
  • Skýrr
  • Plastprent
  • Húsasmiðjan
  • HugAx

Ég spurðist fyrir um um söluverð þessara fyrirtækja þann 18. nóvember. Svarið kom þann 17. janúar. Þar er það tilkynnt að ekki verði upplýst um söluverðið!

Með öðrum orðum fjármálaráðherra ætlar ekki að upplýsa þing og þjóð um söluverðið á þessum fyrirtækjum. Mun hann komast upp með það?

2. Standa ekki við orð sín frá 8. nóvember

Fjármálaráðherra brást reiður við þegar að hann var spurður út í það af hverju ekki var farið eftir samþykktum verklagsreglum við sölu á Vestia yfir í Framtakssjóðinn á síðasta ári.  Hann sagði við það tækifæri:

Í því sambandi er rétt að það komi fram að bankasýslan mun í ljósi eignarhalds Landsbankans nú á Framtakssjóðnum beina þeim tilmælum til sjóðsins að hann viðhafi verklagsreglurnar eins og bankinn ætti í hlut þegar að því kemur að þessi fyrirtæki verða skráð eða einhver einstök þeirra seld. Þá kemur að þeirri sölu þar sem slíkar verklagsreglur eiga að sjálfsögðu að vera í heiðri hafðar.

Skýrara getur það ekki verið. Fjármálaráðherra lýsir því yfir að farið verði eftir verklagsreglum við sölu á þessum fyrirtækjum. Það er ekki gert. Kemst hann upp með það?

3. Halda því fram að hann geti ekki haft áhrif á Bankasýsluna

Stjórnarliðar hafa haldið því fram að það lagaverk sem að þeir sjálfir settu komi í veg fyrir að verklagsreglum verði fylgt.

Skoðum það nánar .Að undirlagi Fjármálaráðherra var sett á laggirnar Bankasýsla ríkisins. Lög um hana voru sett þann 18. ágúst 2009. Þar segir í 2. grein:

Ákveði fjármálaráðherra í undantekningartilvikum að beina tilmælum til stjórnar stofnunarinnar um tiltekin mál getur stjórnin tjáð ráðherra afstöðu sína til þeirra áður en við þeim er orðið. Viðskiptanefnd Alþingis skal gerð grein fyrir tilmælum ráðherra og afstöðu stjórnarinnar til þeirra eins fljótt og auðið er.

Skýrara getur það ekki verið. Fjármálaráðherra getur svo sannarlega farið fram á að bankasýslan beini þeim tilmælum til Framtakssjóðsins eins og hann lýsti yfir að hafi verið gert þann 8. nóvember!

Kemst hann upp með að halda öðru fram?

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube