Í Fréttablaðinu í dag er í lítilli frétt greint frá því að Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi sagt ósatt.

Tilefni fréttarinnar er að það er skortur á kjúklingakjöti í verslunum landsins.

Ráðherra hefur haldið því fram að enginn hafi haft áhuga á að flytja inn í kjúklingakjöt. Það er rangt ráðherranum barst bréf 30. júlí s.l. þar sem beðið var um leyfi til að flytja inn kjúkling.

Ráðherra sagði að það væri ekki tryggt að innflutt kjöt væri laust við salmonellu. Það er rangt í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja:

opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.

Með öðrum orðum ráðherra skrökvaði. Í öðrum löndum þætti það stórmál að ráðherra í ríkisstjórn segi ósatt. Hér á landi þykir það ekki tiltölumál að ráðherra segi ósatt ef að um er að ræða ráðherra í vinstri stjórn og þýðir því miður lítið að fást um það.

En af hverju geta íslendingar ekki keypt kjúklinga eins og aðrar þjóðir. Er það orðið fullkomlega eðlilegt að ráðherra geti komið í veg fyrir að landsmenn geti keypt kjúklinga?

Neytendamál heyra undir dóms, mannréttinda og samgönguráðherra. Hann heitir Ögmundur Jónasson!

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube