Forstöðumanni ríkisstofnunar hótað brottrekstri fyrir að sinna starfi sínu af samviskusemi og nákvæmni.
Aðilum sem kaupa afurðir af bændum utan kerfis hótað fangelsisvist.
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ofsóttur.
Ráðherra reynir að telja þjóðinni trú um að hann hafi ekki séð lögfræðiálit frá Seðlabanka, sem þó kom í ráðuneytið, þar sem ein tegund lánastarfsemi er talin ólögleg.
Skyndiákvörðun eins ráðherra setur ríkisstofnun í þrot.
Stefna ríkisstjórnarinnar setur grundvallaratvinnugreinina í algert uppnám.
Stjórnarþingmaður fer fram á þjóðnýtingu aflaheimilda.
Ráðherra vill setja á stofn ríkisverslun með lyf.
Ráðherrar fara fram á þjóðnýtingu fyrirtækis í orkugeiranum.
Utanríkisráðherra kennir stækkunarstjóra ESB Evrópufræði.
Nei, þetta eru ekki fréttir frá Vensesúela eða Kúbu.
Þetta er Ísland í dag undir verkstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.














Leave a Reply