Steingrímur J. Sigfússon fór mikinn í Kastljósi fyrir helgi. Nauðvörn ráðherrans var alger og greip fjármálaráðherrann m.a. til ósanninda t.d. þegar að hann hélt því fram að þjóðin fengi að ákveða hvort að Ísland gengi í ESB eða ekki þegar að niðurstaða aðildarviðræðna liggja fyrir. Ríkisstjórnarflokkarnir felldu þá tillögu í þinginu þann 16. júlí 2009 þingskjal 256 2. liður og geta allir kynnt sér það sem það vilja.

Einnig staðfesti  formaður VG að undir núverandi forystu er Vinstri grænir ekki annað en valdaflokkur sem mun gera allt til að halda völdum. U-beygjur í öllum helstu stefnumálum flokksins voru varðar með þeim rökum að Sjálfstæðisflokkurinn mætti ekki komast til valda! Með öðrum orðum allt það sem sagt var fyrir kjósendur fyrir kosningar er aukaatriði og hefur aldrei staðið til að standa við það. Skýrara getur það ekki verið og er honum þökkuð hreinskilnin.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube