Það er athyglisvert að fylgjast með fréttum af því að Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur hafi verið látin hætta sem lögfræðingur ASÍ vegna þess að hún er í ,,öruggu” þingsæti fyrir næstu alþingiskosningar. DV greindi frá þessu í morgun og í kjölfarið hafa aðrir fjölmiðlar fjallað um málið. Vigdís leiðir lista framsóknarmanna í Reykjavík suður og eru það miklar fréttir að það þýði öruggt þingsæti. Í síðustu kosningum náði enginn þingmaður inn fyrir Framsóknarflokkinn í Reyjavík og hafa þeir ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu. Því fer víðsfjarri að sæti Vigdísar sé öruggt sæti.

Það er ekki mikið samræmi innan verkalýðshreyfingarinna. Hjá BSRB eru menn ekki með þessa reglu þar er Ögmundur, þingmaður, ráðherra og  líka formaður samtakanna .

Sömuleiðis þá vekur ahygli að Magnús Norðdal yfirlögfræðingur ASí er í 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Flokkurinn er með fjóra þingmenn í því kjördæmi og hefur verið að mælast með meira fylgi þar núna en fyrir síðustu kosningar.

Vigdís segir í DV að: ,,Þetta er skýrt dæmi um að það er verið að refsa starfsmanni fyrir sínar pólistísku skoðanir,” segir hún. Að mati Vigdísar vekur málið upp spurningar um hvort aðeins samfylkingarfólk hljóti frama innan ASÍ.

facebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmailfacebooktwittergoogle_plusredditpinterestlinkedinmail
facebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutubefacebooktwittergoogle_pluslinkedinrssyoutube